Bræður munu berjast

Bræður munu berjast og almenningur sogast inni í deilur og dægurþras vegna þess að stjórnvöld og stofnanir Íslands brugðust. Þannig er nú komið fyrir landinu okkar. Gjaldþrota land sem rúið er trausti og atað auri alþjóðasamfélagsinns. Við hýrumst hér norður í hafi á þessari fallegu eyju, útmáluð hriðjuverkaþjóð sem hefur á að skipa stjórnsýslu sem ekki á sinn líka meðal "siðaðra þjóða". Sorglegt að ríkistjórn íslands skuli haldast það uppi að athyglin sé dregin frá óhæfuverkum hennar að einhverjum "Ótýndum glæpalýð" eins og Ari Edvals sagði í gær um fólkið sem mótmælti við Hótel Borg á Gamlársdag. Það er nefnilega þannig sem ógnarstjórnir vinna.

Þær reyna að etja lýðnum saman og stuðla að uppþotum og skærum meðan þær fara sínu fram í skjóli myrkurs. Það er verið að moka yfir lögbrot bankamanna fyrir framan nefið á okkur. Árni Matt segir að lögbrot sitt sé gott til að "læra af". ( þegar hann skipaði Þorstein Davíðssonsem dómara) Okkur er sagt að ekki eigi að leita að sökudólgum. Gott og vel. Látum það þá ganga yfir alla landsmenn. Alveg sama hvaða lögbrot eru framin. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur sem margir taka mark á sagði í viðtali á gamlársdag ; "varlega orðað þá er verið að eyða gögnum í bönkunum". Hann sagði einnig að í öllum venjulegum réttarríkjum hefðu bankarnir verið "girtir af" og engin af fyrverandi stjórnendu þeirra fengið að koma nálægt þeim. Að sjálfsögðu á fólkið sem mótmælir að gæta hófs og forðast það að slys hljótist af. Það er afleitt þegar slíkt gerist.

Ég er búin að mæta nokkrum sinnum á Austurvöll til mótmæla og hafa þau mótmæli farið mjög friðsamlega fram að mínu mati. Það eru þó mjög margir sem hafa sat mér að þeir mæti ekki á Austurvöll vegna skrílsláta og skemdarverka sem þar séu unnin. Ég verð að segja að ef við tökum þá afstöðu að mæta ekki vegna "skrílsláta" örfárra, þá einfaldlega erum við að samþykkja aðgerðarleysi stjórnvalda á þeim forsendum að við tökum ekki þátt í ofbeldi. Ég hef aldrei tekið þátt í ofbeldi í þau skipti sem ég hef mætt á mótmæli. (að mínu mati)

           Ég stóð eitt sinn í garðinum bak við Alþingishúsið þar sem handtaka átti mann sem mótmælti ásamt mér og þúsundum annara framferði stjórnvalda í okkar garð. Tveir lögreglumenn voru að draga hann burtu. Ég gekk til þeirra tók í hönd mannsinns, sagði við lögreglumennina "svona gerum við ekki" og dró mannin með mér af stað út úr garðinum. Lögreglumennirnir héldu honum og drógust af stað með, en sleptu honum síðan og maðurinn gekk burt. Hvernig mér datt þetta í hug veit ég ekki. Ég bara gerði þetta. Hvernig ég hafði afl í að gera þetta veit ég ekki. Þeir voru mikklu stærri og þyngri en ég. Ég tel mig ekki hafa beitt ofbeldi þarna en kanski er það ekki rétt. Eftilvill var það ofbeldi af mér að gera þetta? Við venjulegar aðstæður t.d. á 17. júní hef ég ekki brugðist svona við.

           Lögreglan hefur  handtekið fólk að mér ásjáandi og mér hefur ekki dottið í hug að skipta már af því. Þannig voru viðbrögð mín á þessari stundu og á þessum stað við þessar aðstæður  mjög óvenjuleg. Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjuleg viðbrögð. Við búum í landi þar sem aðstæður eru vægast sagt harla óvenjulegar. Raunar algjörleg óásættanlegar.  Án þess að ég sé að gera lítið úr því að það urðu meiðsl í mótmælunum á Gamlársdag, þá mun það ekki koma í veg fyrir að ég haldi áfram að mæta og verja rétt minn til að láta skoðanir mínar í ljós.

Mér finns dapurlegt að sjá lögregluna beita táragsi trekk í trekk  og veit raunar að þeim líður ekki vel með að þurfa að beita landa sína ofbeldi. Þetta er þeirra vinna og þeir sinna henni. Það er sárast að svona hlutir skuli þurfa að gerast á okkar fallega "friðsama" landi. Við erum flest mjög friðelskandi fólk og með sterka réttlætiskend. Látum ekki sundra okkur. Hvorki með öfgafullum fréttaflutningi af mótmælaaðgerðum  né þögninni sem ríkir yfir pappírstæturunum í bönkunum. Höldum ótrauð áfram í átt að réttlátara þjóðfélagi og smeinumst um það verkefni. Það er svo auðvelt fyrir okkur á þessum tætingslegu tímum að koma ekki áuga á aðalatriðin vegna uppblásinna frétta af riskingum og skrámum sem hlutust af slagsmálum tæknimanna Stöðvar 2 við fólkið sem mótmælti á Austurvelli 31 des árið 2008 Eg endurtek að við óvenjulegar aðstæður er þörf óvenjulegra aðgerða. Í fyrsta sinn í áratugi mótmæla islendingar. Komið með látum sjá okkur en meiðum ekki lögreglu við skyldustörf  af ásetningi.. Svo hef ég nú enga samúð með þessu myndavélarusli þeirra á Bugsmiðlinum Stöð 2. Skítsama um dauða hluti. Þeir sem eyðilögðu þetta dót verða eflaust að bæta það. En uppúr stendur að þetta var besta Kriddsíld sem ég hef séð.

Þá er ljóst að nú hafa þeir sem hæst gjamma um skríl og skemdarverk á verðmætum annara tekið það sér til fyrirmyndar og dunda sér nú  í skjóli myrkurs við  að brjóta og skemma eigur eins af þeim sem staðið hafa framarlega í hópi mótmælenda.........................  eða hvað.

Ég mæti með grímu næst. Það er öruggara.

 


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær pistill hjá þér. Það væri óskandi að allir sæju ástandið í réttu ljósi eins og þú.

Ég persónulega mun mæta til að mótmæla friðsamlega. Ég og nokkrir vinir ætlum að byrja eftir áramót.

Ég er hálffertugur og vel virtur þjóðfélagsþegn. ÉG met það þannig að það sé ekki hægt að þegja og gera ekki neitt.

Grímann er góð hugmynd hjá þér og í raun nauðsynleg þegar gasinu er beitt svona frjálslega.

Kv. Einn sem er að fara bætast í hópinn ásamt vinum.

Þröstur (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:09

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hæ hæ. Mótmælin á gamlársdag voru í rauninni aðgerð. Það er munur á því hvort menn mæta og mótmæla eða mæta og grípa til aðgerða. Þetta var aðgerð! Vel heppnuð aðgerð miðað við ráðvilltan svip ISG, VS og fleiri forystumanna flokkanna eftir að hlé var gert á Kryddsíldinni.

Ég vona að mótmælin verði áfram friðsöm svo menn fari ekki að tapa lífi sínu við þau, nóg er nú samt.

Offgors kallar á meira offors.

Verum vitrari en þeir sem nú standa við tætarana í bönkunum og delete takkana á tölvunum þar. Sumir þurfa greinilega að svara til saka á æðri stöðum en á þessari jarðkúlu!

Grímulaus æska!

Vilborg Traustadóttir, 2.1.2009 kl. 15:18

3 identicon

Það mótmælir enginn með viti í dag án þess að dylja andlit sitt.

Það hafa persónuárásir gagnvart Evu sannað í dag.

Hefði hún hulið andlit sitt þá hefði hún ekki lennt í þessu ofbeldi.

DYLJUM ÖLL ANDLIT OKKAR NÆST

MÁR. (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband