Kveðjublogg

Fer ekki bara vel á því að kveðja moggabloggið í kvöld?????? Hef skráð mig inn á visir.is og blogga þar framvegis. Óska því starfsfólki sem enn vinnur á mogganum góðs. Þeim sem reknir voru óska ég þess til handa að þeir stofni nýtt blað og fái fólkið í landinu með sér í þá vinnu. Ég er tilbúin að gerast áskrifandi að blaði sem fjalla mun um þjóðmál af ábyrgð, réttsýni og heiðarleika. Svo mun vera um fleiri.
mbl.is Mikil hálka á Öxnadalsheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll gamli fyrrverandi mágur.

Gaman að sjá að þú tekur sama pól í hæðina með að færa bloggið yfir á aðra blogg þjónustu. Við Gulla sögðum líka upp áskriftinni að Mogganum eftir að Dabbi kom til starfa  á Mogga.

Við eigum ekki til orð yfir hrokanum í yfirstéttinni, að draga aðalhöfund bankaránsins fram og hrófla honum upp og hampa honum þessu himpigimpi.

Hann er búinn að reynast okkur alþúðumönnum þessa lands dýr. Fari hann grábölvaður.

Er líka hættur á moggabloggi en kann ekki að loka síðunni minni, kannt þú þær kúnstir?

Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 23:01

2 Smámynd: Anna Guðný

Er að reyna að sjá = merki við þessi skrif og hálku á Öxnadalsheiði. Tekst það ekki.

Anna Guðný , 26.9.2009 kl. 23:12

3 Smámynd: Brynjar H Sæmundsson

Ja hérna, mikil eru völd Davíðs.

Brynjar H Sæmundsson, 26.9.2009 kl. 23:15

4 identicon

ÞJÓÐNÝÐINGUR OG KVALARI HINN MESTI DAVÍÐ ODDSSON ÆTTI AÐ VERA Í HLEKKJUM,EN ÞAÐ HEFUR HANN GERT ÞJÓÐ SINNI AÐ KOMA HENNI Í HLEKKI KÚGUNAR.HVENÆR LOSNAR ÞJÓÐIN VIÐ ÞENNAN VALDASJÚKA EINSTAKLING SEM ER SIÐBLINDUR STRÍÐSGLÆPAMAÐUR(ÍRAK) OG KÚGARI..........??????????????

Númi (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 23:29

5 identicon

Já farðu yfir á Samfylkingarmiðilinn ;-)

Óskar (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 23:41

6 identicon

Ég held að fáir gráti það að þú hættir að blogga hér. Fyrst að þú ert að fara á Samfylkingarmiðilinn er rétt að koma einu á framfæri. Össur Skarphéðinsson var nú ritstjóri á sínum tíma samhliða þingstörfum. En guði sé lof fyrir að Davíð sé kominn. Vinstri menn eru smeykir núna og sérstaklega samspillingin því Davíð veit margt. Gott að hafa gagnrýninn mann á núverandi ríkisstjórn sem er að s0kkva landi og þjóð í algkört volæði.

Beggi (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 00:41

7 Smámynd: Magnús H Traustason

Beint í meginmál síðu.

Vísir, 08. okt. 2009 15:06

Ástarbréf Seðlabankans verstu mistökin fyrir hrun

mynd

Gauti B. Eggertsson, hagfræðingur við seðlabanka New York-ríkis í Bandaríkjunum hefur tekið saman það sem hann kallar verstu mistökin sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins og hruninu sjálfu í fyrra. Efst á blaði eru svokölluð ástarbréf Seðlabankans sem ollu því að bankinn varð gjaldþrota. Slíkt gjaldþrot seðlabanka er óþekkt í vestrænni sögu.

„Stærstu mistökin eru líklega fólgin í veðlánaviðskiptum Seðlabanka Íslands sem ollu gjaldþroti hans. Í þessum viðskiptum töpuðust um 300 milljarðar, sem jafnast á við um 1 milljón á hvert mannsbarn á Íslandi, eða um 5 milljónir á hverja þriggja barna fjölskyldu. Þessi mistök lenda beint á íslenskum skattgreiðendum," segir Gauti á bloggsíðu sinni þar sem hann fjallar um stærstu mistökin að hans mati.

„Þetta eru mun hærri fjárhæðir en líklegt er að falli á almenning vegna icesave. Það sem verra er þessar byrðar falla strax á almenning, en ekki eftir 7 ár eins og icesave. Hinn harkalegi niðurskurður ríkisútgjalda og gífurlegu skattahækkanir má að stórum hluta rekja til þessara afdrifaríku mistaka."

Gauti segir að með nokkuð grófri einföldun megi lýsa ástarbréfunum sem svo að bankarnir hafi skrifað skuldabréf hvern á annan. Þannig prentaði Kaupþing skuldabréf uppá eina krónu og lét Landsbankann fá, gegn skuldabréfi uppá eina krónu sem Landsbankinn prentaði. Svo fóru þeir báðir í Seðlabankann og fengu lán með veði í þessum skuldabréfum hver á annan. „Sumir kölluðu þetta ástarbréf bankana til hvers annars," segir Gauti.

„Í hruninu námu lán af þessu tagi um 30 prósentum af þjóðarframleiðslu. Þegar allt fór á hausinn voru þessi skuldabréf auðvitað verðlaus. Í stuttu máli má segja að með þessum viðskipum hafi bankarnir í raun og veru fengið heimild til að prenta peninga fyrir sjálfan sig án þess að leggja fram nokkur haldbær veð, nema ástarbréf hvers til annars. Allt á kostnað skattgreiðenda."

Fram kemur að til að mynda hefði Seðlabanki Íslands geta krafist veðs í öllu innlánasafni viðskiptabankana sem ... „hefði verið skynsamleg lausn. Ef það hefði verið gert, hefði Seðlabankinn í raun verið eigandi nýju bankanna við hrunið, frekar en erlendu kröfuhafarnir. Þá hefði engin ástæða verið fyrir íslenska ríkið að dæla inn 300 milljörðum til að koma í veg fyrir gjaldþrot seðlabankans. Og skattar íslenskra ríkisborgara hefðu ekki hækkað jafn mikið og nú er rauninn."

Gauti segir síðan að þótt neyðarlögin hefðu verið að mörgu leyti skynsamleg voru ein afdrifarík mistök gerð í smíði þeirra laga sem gerðu hrunið mun kostnaðarsamara fyrir landsmenn.

„Helsta ákvæði neyðarlaganna var það, að innlán urðu forgangskrafa í þrotabú gömlu bankanna. Þetta var skynsamlegt ákvæði. Mikilvægur hlutur gleymdist, hins vegar. Skynsamlegast hefði verið að gera tryggðar innistæður sem fyrstu forgangskröfu," segir Gauti.

„Ef neyðarlögin hefðu verið skrifuð svona hefði það þýtt að allar eignir Landsbankans hefðu fyrst farið í að greiða icesave. Skaði þjóðarbúsins hefði því orðið lítill sem engin af þessum þætti hrunsins, og við stæðum væntanlega ekki ennþá í deilum við Breta og Hollendinga."

Magnús H Traustason, 9.10.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband