Lýðveldisbyltingin

Ég vona að þetta útspil framsóknar dragi ekki móðinn úr okkur lýðveldisbyltingarsinnum. Það er nauðsinlegt að knýja þetta mál áfram og að ný stjórnarskrá lýti dagsinns ljós svo fljótt sem auðið er. Lýðveldisbyltingin verður að bjóða fram til að standa vörð um þær breytingar sem þarf að gera. Nýtt lýðveldi. Nýr þjóðsöngur.  Klárum málið.  Austurvöllur heiti hér eftir  Lýðveldistorg. Lifi byltingin.
mbl.is Kosið í vor og í haust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Heyr. Heyr!!

Lárus Vilhjálmsson, 29.1.2009 kl. 16:36

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Alveg spurning hins vegar hvort að Lýðveldisbyltingin geti ekki sótt það heldur að eiga einn eða fleiri fulltrúa á Stjórnlagaþinginu? Það hentar okkar hagsmunum ekkert síður ef við komum breytingunum í gegnum kerfið eftir þeirri leið.

Þar verður eins og annarsstaðar við ramman reip að draga þó, sérstaklega þar sem samþykkt Frammaranna skilgreinir að 2/3 þingmanna verði að samþykkja kynntar breytingar.

Baldvin Jónsson, 29.1.2009 kl. 16:47

3 identicon

Ekki það að ég ætli að gagnrýna "þörfina" á nýrri stjórnarskrá. Er alveg sammála því að það þurfi að breyta núverandi stjórnarskrá á ákveðnum stöðum, en ný, tjahh það þarf allavega ekki að finna upp hjólið aftur. Annars varðandi þetta stjórnlagaþing og þær hugmyndir varðandi breytingar á stjórnarskránni/nýja stjórnarskrá sem framsókn leggur fram þá spyr ég, hefur enginn af þingmönnum þeirra lesið stjórnarskránna okkar? Síðast þegar ég vissi þarf að rjúfa þing milli breytinga á henni og svo þarf næsta þing eftir að samþykkja breytinguna eins og hún er. Get ekki séð að hugmyndir þeirra samrýmist þessu ákvæði stjórnarskránnar

Gísli Davíð Karlsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:59

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hin endanlega breyting á gildandi stjórnarskrá (eða innleiðing nýrrar) getur aðeins orðið með þeim hætti sem kveðið er á um í (núgildandi) stjórnarskrá, en þar stendur hinsvegar ekkert um það hvaða aðferð skuli beita við að semja plaggið. Til að halda stjórnlagaþing þarf ekki að breyta stjórnarskránni, aðeins að bæta reglum um það í kosningalögin en þau eru ekki hluti af stjórnarskránni og því þarf aðeins meirihlutavilja Alþingis til þess

 *birti hér til fróðleiks viðkomandi ákvæði úr stjórnarskrá lýðveldisins, feitletrun er mín eigin *

79. grein (úrdráttur)

Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki, skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga að nýju. Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.

...

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2009 kl. 20:08

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Við megum engann tíma missa og Framsóknarflokkurinn kann að drepa málum á dreif. Hlusta ekki á þetta rugl í þeim. Þeir eru bara flokksmaskína.

Vilborg Traustadóttir, 29.1.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband