Auðjöfrar stöðva Kompás

mynd
Robert Tchenguiz
Stöð 2 Hættir með Kompás segir fréttamönnum sínum upp og ræður Sveppa og Audda til að upplýsa þjóðina um braskið feluleikinn og svínaríið. Eða hvað?

Kastljós Ríkissjónvarpsins ræddi í gærkvöld við Kristinn Hrafnsson fyrrverandi fréttamann úr Kompás. Þar sagði Kristinn frá lánveitingum Kaupþings til viðskiptajöfursins Robert Tchenguiz. Í umfjöllun Kastljóssins var sagt frá því að þáttur Kompás um þetta mál hefði verið fullunninn og tilbúinn til birtingar þegar öllum starfsmönnum Kompás hafi verið sagt upp og þátturinn tekinn af dagskrá. Þeirri spurningu var varpað fram að þátturinn hefði verið lagður niður til að koma í veg fyrir birtingu fréttarinnar.

Óskar Hrafn Þorvaldsson fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis segir það alrangt enda hafi fréttastofa Stöðvar 2 sagt frá lánveitingunum sama dag og Kompás var lagður niður.

Í umræddri frétt sem birtist í kvöldfréttum fimmtudagskvöldið 22.janúar kemur að mestu leyti allt fram sem Kastljósið sagði frá í gærkvöld. Í fréttinni er talað um tugi milljarða en Kristinn Hrafnsson sagði töluna vera nær 300 milljörðum í Kastljósinu.

Óskar Hrafn segir að fréttaskýringaþátturinn Kompás hafi verið lagður niður vegna þess að Stöð 2 hafði ekki bolmagn til að standa undir tugmilljóna rekstri þáttarins á þeim erfiðu tímum sem íslenskir fjölmiðlar lifa í nú um stundir. Hann segir lánveitingar Kaupþings til Roberts Tchenguiz ekkert hafa með þá ákvörðun að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Trúlegt eða hitt þá heldur að leggja þátt niður samdægurs þegar hann hafði verið fullunninn! Hvaða sparnaður felst í því? Þarna er eitthvað sem þolir ekki dagsljósið að einhverra mati.

Vilborg Traustadóttir, 31.1.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband