Færsluflokkur: Bloggar

Tónlistarspítali.

Ég hel það væri í alvöru talað tilvalið að nota tónlistarhúsið sem sjúkrahús. Þar eru framkvæmdir þegar í gangi og hægt að innrétta þarna hinn ágætasta spítala. Og eins og ég hef áður sagt væri líka tilvalið að hafa elliheimili í kjallaranum fyrir útbrunna seðlabankastjóra, útrásarvíkinga og stjórnmálamenn.
mbl.is Vill af stað með nýjan spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað svo?

Íslendinga vantar framtíðarsýn. Meðan engin stefna er mörkuð varðandi framtíðarhorfur í efnahagsmálum er ekki mikil von til að fólk öðlist trú a´framtíðinni. Án þess næst engin árangur. Fólk mun einfaldlega ekki sjá tilgang með að ausa í botnlausa lánahítina án vonar um betri tíð og bætt lífskjör í nánust framtíð. Fólk er ekki fífl og metur aðstæður sínar út frá eigin hag og sinna nánustu og tekur síðan ákvörðun um framtíðina með tilliti til þess. Hvort sú ákvörðun felst í því að veðja á áframhaldandi búsetu á Íslandi veltur á aðgerðum stjórnvalda á næstu dögum og vikum. Við höfum  ekki marga  mánuði til þess.
mbl.is Flestir geta staðið í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krafan er skýr

Krafan er skýr. Stjórnin verður að taka til starfa nú þegar.Við höfum ekki tíma til að vera með einhvern leikaraskap. Þjóðinni er að blæða út.
mbl.is Fundað í þingflokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður spyr sig?

Í dag er ég sáttur við að hafa greitt Borgarahreifingunni atkvæði mitt. Rödd okkar mun hljóma.
mbl.is Ekki víst að langt sé í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Losnum úr fjötrum lénsskipulags.

Geta sjómenn ekki séð hag sínum betur borgið þar sem þeir geta leigt sér kvóta????? heldur en að þurfa að leggja ómælda fjármuni í að kaupa hann og fjármagna kaupin með dýrum lánum. Ég held að smábátaeigendur verði að skoða þetta með opnum hug og vera ekki hræddir við að losna úr fjötrum ofurkvóta-fyrirkomulagsinns þar sem hvert kíló af fiski er veðsett tuttugu ár frammí tíman.
mbl.is Hótanir ráðherra ekki við hæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostirnir eru skýrir

 Við Íslendingar erum heimsk. Við erum þó ekki svo heimsk að kjósa aftur þann flokk, sem gerði ísland gjaldþrota. Þann flokk sem ber ábyrgð á efnahagsstefnu síðustu 18 ára. Þann flokk sem með mútuþægni leiddi landið í glötun. Ég hef kosið Sjálfstæðisflokkinn einu sinni eða tvisvar. Ég hef kosið aðra flokka líka. Enginn þeirra á atkvæði mitt víst. Í þessum kosningum eru kostirnir skýrir. Kjósum ekki Sjálfstæðisflokkinn. Sá flokkur þarfnast naflaskoðunnar og hreinsanna. Sá flokkur á eftir að afla sér trausts á ný. Það mun taka hann mörg ár. Ekki svo að skilja að ég búist við mikklu af hinum. Staða landsinns er einfaldlega sú að lítið er hægt að gera og við erum undir stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsinns og verðum það um ókomin ár.
mbl.is Þarf að vinna litla sigra á hverjum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töpuð von.

Sú von sem fólkið í landinu bar í brjósti var slökkt í dag. Frumvarp til laga um breytingar á stjórnarskrá og stofnun Stjórnlagaþings var tekið af dagskrá. Þjóðin var svipt tækifæri til að endurreisa lýðveldið Ísland og um leið var ákveði að segja þjóðinni stríð á hendur. Með málþófi sínu opinberuðu Sjálfstæðismenn ótta sinn við lýðræðið. Ótta sinn við að lúta vilja meirihluta landsmanna. Í dag er sorgardagur. Ég lýsi ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokknum.
mbl.is Takk fyrir, búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegur dagur

Dapurlegur dagur í sögu okkar. Spillt valdakerfi ræður ríkjum.
mbl.is Ofbeldi og skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonlaust

Það liggur á borðinu að þetta kerfi sem við búum við er vonlaust. Lýðræði og þyngræði er svívirt af þeim flokkum sem hvað hæst gapa og mér og fleirum er nóg boðið. Hér eftir verður öll áhersla mín á að afla borgarahreifingunni fylgis með öllum tiltækum ráðum. Við verðum að ná völdunum úr klóm þeirra sem ekki kunna með að fara. Við Íslendingar virðums vera afskaplega heimsk. Við látum stjórnmálaflokkana komast upp með bull , þvælu og lygi ár eftir ár og höfum ekki manndóm í okkur til að rísa gegn svínaríinu. Ég held við verðum að gera þetta á okkar hátt án kosninga og án stjórnmálaflokka. Skundum á Þingvöll og stofnum nýtt lýðveldi, gerum nýja stjórnarskrá sem bannar starfsemi spyllingarflokkana og látum fangelsa útrásarræningjana. Að því loknu verður komin grundvöllur fyrir stofnun tveggja flokka sem taka mundu mið af sósialistaflokkum norðurlanda og hófsamra hægriflokka sömu landa. Þjóðin er að springa. Fólkið er að gefast upp á lyginni. Hvar er frumvarpið um stjórnarskrárbreytingarnar statt??????. Hverjir þvælast fyrir því og hverjir hafa ekki manndóm til að halda út að vinna þjóð sinni heillt??????? Svörin við þessu höfum við fengið með því að horfa á sjónvarp frá Alþingi að undanförnu. Það fólk er upp til hópa vanhæft til að vinna fyrir 'island. Það fólk er hinnsvegar vel fært um að vera málpípur glæpamanna og þjófa sem hafa rústað efnahag þessa fallega lands. Góðir Íslendingar .!!!!! Rísum upp.
mbl.is Ekki megi selja auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum Borgarahreifinguna

Eftir uppgjöf ríkistjórnarflokkanna við að ná stjórnarskrárfrumvarpinu í gegn hefur Borgararhreifingin tryggt sér mitt atkvæði. Ég var farin að gæla við að kjósa Vinstri Græna eða Samfylkinguna. Það get ég ekki. . Lifi Lýðveldisbiytingin
mbl.is Stjórnarskrárfrumvarpi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband