30.12.2008 | 10:30
Nýtt ár
Brátt lýkur þessu sviptingasama ári og í hönd fer ár óvissu og átaka. Ég geri ráð fyfir að brátt fari að renna upp fyrir fólki hvernig komið er. Það hefur verið viss afneitun í gangi frá hruninu í haust en brátt verður ekki lengur hægt að loka augunum fyrir stöðunni. Við munum ekki á nýju ári sætta okkur við það hvernig haldið er á málum í þjóðfélaginu og ég tel mjög líklegt að almenningur neyðist til að taka málin í sínar hendur ef svo heldur sem horfir. Stjórnvöld ætla að reyna að komast í gegnum þessar þrengingar án þess að nokkurstaðar sé krafist ábyrgðar eða að menn svari til saka fyrir það hvernig komið er. Þar munum við hinn almenni borgari þessa lands segja stopp hingað og ekki lengra. Það er komið að uppgjörinu og ekki lengur hægt að bíða með aðgerðir. Tökum höndum saman skundum á Þingvöll og stofnum nýtt alþingi, setjum ný lög og endurskipuleggjum þjóðfélagið. Við getum alveg gleymt því að einhverjir þeirra kjörnu fulltrúa sem sitja á Alþingi hafi manndóm í sér til framkvæmda. Gerum þetta bara sjálf.
Athugasemdir
Já er það ekki bara það besta í stöðunni. Fullt af mætu fólki sem gæti bjargað málunum. Allt annað er staðnað og bjargarlaust !
Hulda Margrét Traustadóttir, 30.12.2008 kl. 13:29
Og myndin af þér er góð Eigið góð áramót !
Hulda Margrét Traustadóttir, 30.12.2008 kl. 20:25
Heyr heyr!
Vilborg Traustadóttir, 30.12.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.