4.1.2009 | 21:18
Íslandi allt.
Við sem hér höfum alið aldur okkar í áratugi og komið börnum okkar á legg er ekki sama um framtíð lands og þjóðar. Það er sorglegra en tárum taki að verða vitni að þvílíkri brotlendingu þjóðfélags sem raun ber vitni. Það er enn verra að það fólk sem við bundum vonir við að gætu átt hér vænlega framtíð skuli svipt þeirri von svo rækilega. Ég veit að foreldrar mínir væntu þess þegar þau ólu mig upp ásamt 5 systkinum að landið væri vænlegt til búsetu.. Þau lögðu hart að sér við uppeldi og framfærslu margra barna og trúðu á landið og auðlyndir þess. Svo hygg ég að hafi verið um fleiri. Það sem dunið hefur yfir þetta þjóðfélag er með þvílíkum eindæmum að fá ef nokkur fordæmi eru slíks. En eftir því sem best verður séð þá átti engin sök á því hvernig fór. Ekki má leita sökudólga, ekki horfa í baksýnisspegilinn, ekki skipta um hest í miðri á, ekki skipta um stýrimann í miðjum brimgarði, ekki yfirgefa brennandi hús áður en slökkvistarfinu lýkur. Þessar klisjur hafa dunið yfir okkaur frá hruninu og gera enn. Nú er mál að hætta þessu rugli og tala við þjóðina á mannamáli, án svona fáránlegra samlíkinga. Ég skal orða þetta fyrir þessa stjórnmálamenn sem hafa verið með þetta bull og ekki fundið réttu orðin. Það hljómar svona. Landið fór á hausinn og þeir sem áttu að standa á verði brugðust. Þeir sem áttu fjármagnið stálu því.. Ekki flókið og hvert barn frá 3ja ára aldri getur sagt þetta. En ekki stjórnvöld. Þau virðast ekki kunna íslensku.
Athugasemdir
Ég vona að athugasemd mín ekki falli í ranga jörð þó ég segi að það virðist sem að eina ráðið sem flestum þeim standi til boða, sem verst fara út úr þessu ófremdarástandi sem nú stundar, er að byggja sér tilveru í öðru landi. Það er löngu sannreynt að stjórnmál færa ekki lýðnum lausnir heldur einungis nýjar leiðir í ánauð og hugsunarleysi stjórnvalda þessa lands sem setja annarra hag framar hag meginþorra landsmanna.
Jon Arni Sveinsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 21:32
Og Geir getur ekki tekið ákvörðun um að fara í mál við Bretana! Þó þingið hafi sagt honum að gera það!
Það að ákveða að höfða mál þýðir ekki að við getum ekki fallið frá því síðar þó við ákveðum að hefja málsókn nú!
Geir er getulausasti forsætisráðhgerra sem ég man eftir svei mér þá.
Vilborg Traustadóttir, 5.1.2009 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.