17.1.2009 | 20:00
Á Austurvelli.
Ég skrapp niður á Austurvöll í dag. Þar sem ég stóð fyrir framan Alþingishúsið með mótmælaspjald, varð mér ljóst að þetta verður allt í lagi. Það er algjör samhljómur meðal flestra sem ég tala við. Við fólkið í landinu munum eiga síðasta orðið í þessari baráttu okkar við ægivald flokkræðis og einkahagsmuna. Ég fann á mér þegar ég leit yfir mannfjöldan að ekkert getur héðan af stöðvað breytingarnar. Við eignumst land þar sem ræningjarnir og málsvarar þeirra verða ekki hafðir með í ráðum. Hvort þeir munu áfram búa hér er undir því komið hvernig þeim tekst að sætta sig við að vinna venjulega launavinnu, því til áhrifa mega þeir ekki komast á ný. Þess verður að gæta. Mætum svo á Austurvöll á Þriðjudaginn kl 13.00 og látum í okkur heyra.
Athugasemdir
gott að lesa þetta
Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2009 kl. 20:10
Ég mæti á þriðjudaginn, eigum við að verða samfó?
Vilborg Traustadóttir, 17.1.2009 kl. 21:00
Kæmi með ef ég væri ekki norður í landi Gangi ykkur vel. Gott að bróðir er orðin bjartsýnn á að þetta gangi allt upp.
Hulda Margrét Traustadóttir, 18.1.2009 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.