Lögregluríki.

Er það hlutverk lögreglunnar að niðurlægja fólk sem hefur verið handtekið? Er það hlutverk lögreglunnar að hæðast að fólki sem hefur verið svipt frelsinu og hrúgað í bílakjallara Alþingis?Er það hlutverk lögreglu að láta það kúldrast ofaná hverju öðru með hendur fjötraðar fyrir aftan bak í 5-6 tíma????? Ef svo er þá ber ég ekki virðingu fyrir þeirri lögreglu. Þannig er það á Íslandi í dag. Margir þeirra sem vinna í lögreglunni virðast ekki skilja hllutverk sitt. Þeir telja það vera að hefna sín á þeim sem þeir hafa hneft í fjötra. Ég frábið mér slíka þjóna í vinnu hjá mér. Þeir sem vinna í lögreglunni af heilindum og eru sæmilega vel gert fólk verða að grípa inní og láta vita að það sætti sig ekki við ofbeldi og niðurlægingu gegn þeim sem hafa verið teknir höndum. Lögreglan má ekki nota vald sitt á þennan hátt. Það á ekki að líðast á Íslandi og verður ekki gert . Þetta friðsæla land er að lognast útaf og ég bið alla sem vetlingi geta valdið að líkna því í fjörbrotunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Lifi byltingin, flauelsbyltingin er hafin, pólitískar ofsóknir fylgja, við látum það ekki stoppa okkur!

Vilborg Traustadóttir, 20.1.2009 kl. 23:35

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Vonum að mál fari að þróast í aðra átt, þökk sé mótmælendum. En vonandi verður þetta á mýkri nótum hér eftir. Lögreglan kom okkur ekki í þetta klandur. Knús í bæinn bróðir !

Hulda Margrét Traustadóttir, 22.1.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband