22.1.2009 | 23:48
Mótmæli enn
Þakka þeim sem gengu til liðs við lögregluna í nótt. Þar fór fólk að mínu skapi. Þar fór fólk sem þrátt fyrir að hafa að undanförnu sýnt borgaralega óhlíðni tók fram fyrir hendur ofbeldismanna. Borgaraleg óhlíðni er eitt, ofbeldi er annað. Mótmælin sem fram hafa farið að undanförnu hafa oftast verið friðsamleg og fólki til sóma. Mótmælendur hafa á stundum gengið yfir línu sem venjulega er sjálfsagt að virða. Við þær óvenjulegu aðstæður í þjóðfélaginu sem nú ríkja höfum við sem stöndum í þessu veseni stundum gengið lengra en lögregla mælir fyrir um. Það hefur verið meðvitað og gert til að komast nær þingi og ráðherrum sem ekki hafa hlustað á friðsamleg mótmæli á Austurvelli 15 laugardaga í röð. Þar er um borgaralega óhlíðni að ræða og er víða beitt sem úrræði þegar ranglæti og hroki valdhafa keyrir um þverbak. Fólk sem þetta gerir er því oft handtekið fyrir að óhlíðnast fyrirmælum lögreglu eða sinna þeim ekki. Lögreglan verður að gegna þeirri skildu sinni. Við þesskonar aðstæður verður ástandið stundum mjög eldfimt og bæði lögreglumenn og mótmælendur gera hluti sem betur hefðu verið ógerðir. Ég lýsi mikilli ábyrgð á hendur stjórnvalda fyrir sinnuleyi gagnvart þjóð sinni og algjöru getuleysi og upplýsingaskorti. Þó ekki væri nema láta svo lítið að tala við fólki í landinu. greina frá hvað væri verið að gera hvert ætti að stefna eða hver sé staða okkar . En nei; þessir hrokagikkir og glæpamenn hafa svo mikið að fela að þeir geta ekki horft í augu okkar og talað af einlægni. Þeir tala máli lyginnar og hún er tungu þeirra svo töm orðin að satt orð ratar ekki yfir þeirra varir nema fyrir einskæra tilviljun og þá í ógáti. Ég lýsi ábygð á hendur ríkistjórn Íslands. Ríkistjórnin hefur svikið þjóð sína. Lifi byltingin.
Athugasemdir
heyr, heyr
Agnes Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 08:13
Sammála þér í þessu. Skjaldborgin varð til hugarfarsbreytinga hjá mótmælendum
Hulda Margrét Traustadóttir, 23.1.2009 kl. 10:04
Það var spurt eftir þér í kvöld. Ég sagði þig upptekinn í mótmælum! ;-)
Vilborg Traustadóttir, 23.1.2009 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.