27.1.2009 | 10:29
Áfram .Áfram; forðum okkur háska frá....
Mikilvægt er að við látum ekki staðar numið hér og hættum að þjappa okkur saman um þær umbætur sem verða að eiga sér stað. Ísland er í tætlum. Fólki hefur verið misboðið á svívirðilegan hátt síðustu misseri. Sú stjórn sem nú teku við er einungis starfstjórn um brýn mál og ber að horfa á hana sem slíka. Það sem við blasir er hinnsvegar að byggja upp þjóð sem orðið hefur fyrir áfalli sem á sér fáar hliðstæður. Öll okkar gildi og verðmætamat hafa verið lögð í rúst. Upp úr þeim rústum skulum við rísa með þá sannfæringu að vopni að uppbyggingin sé gerð á forsendum fólksinns í landinu, en ekki flokksræðis og auvalds. Sú uppbygging er í okkar höndum. Þá uppbyggingu og endurreisn skulum við vanda. Stöndum vörð um það.
Lifi Lýðveldisbiltingin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.