Hatur og hefnigirni

Já ; svo mörg voru þau orð Geirs H Harde.Það liggur beint við og hefði átt að vera búið fyrir löngu að skipta út stjórnendum allra þeirra stofnanna og ráðuneyta sem áttu að standa vörð um efnahagskerfið. Það var ekki gert og því fór sem fór. Ríkistjórninni  hefði á fyrstu vikum hrunsinns verið í lófa lagið að hreinsa til og láta menn sæta ábyrgð. Greina þjóðinni frá stöðu mála eins og hún var á þeim tíma án undanbragða. Með því að gera þetta  opinskátt og án þess að hlífa nokkrum eða draga neitt undan hefðum við að sjálfsögðu staðið heilshugar að baki þeirri vinnu sem þurfti og þarf enn að gera. Fráfarandi ríkistjórn bar ekki gæfu til að ganga vasklega fram í þeim efnum og misti fljótlega trúnað og traust þjóðarinnar. Ný ríkistjórn verður að bretta upp ermar og sýna að hún hafi eithvað meira að bjóða en aðgerðarleysi og undanslátt. Af nógu er að taka og ekki eftir neinu að bíða. Ég bíð spentur.
mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Valdamesta stofnum landsins stjórnlaus! Fjármálaeftirlitið.

Vilborg Traustadóttir, 30.1.2009 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband