Ó Davíð enn.

Að stjórn Seðlabankanns víki er að sjálfsögðu eðlileg krafa og hefði átt að liggja beint við í kjölfar hrunsinns. Sú ábyrgð  sem þeir báru var gríðarleg og það verða ekki góð eftirmæli sem þessir bannkastjórar hljóta né stjórn Seðlabankanns í heild. Að hreinsa til þarna er jú eitt af mörgu sem þarf að gera, en við skulum ekki gleyma sjálfum höfuðpaurum svikamillunnar. Þessum svokölluðu útrásarvíkingum. Sem voru jú ekkert annað en útrásarræningjar .. Byggjum á nýjum grunni. Byggjum nýtt lýðveldi. Ég treysti ekki gömlu valdablokkunum.

Lifi Lýðveldisbyltingin


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Já, vonandi fáum við nýtt afl.

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.2.2009 kl. 20:58

2 identicon

Davíð Davíð,,,,,guð láti gott á vita ef lausninn á heimskreppu fellst í því að Davíð segi af sér.Bönnum hvalveiðar,enga stóriðju,banna stóra eyðslufreka bíla og bannað að reka við í djúpu lauginni,,

Raggi litli (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:44

3 identicon

Peningakerfi heimsins er rótin að vandanum. Hagfræðingar nútímans hafa engar lausnir vegna þess að kerfið sem þeir vinna inni í er rotið. Þetta kom fram í Silfrinu á sunnudag og hefur komið fram í heimildarmyndum, bókum og á ýmsum síðum internetsins í langan tíma. Enginn vildi hlusta vegna partýið var svo skemmtilegt.

 Við þurfum róttækar breytingar ef eitthvað á í raun að breytast. Kjark og þor til þess að horfa út fyrir boxið sem okkur hefur verið troðið inní síðustu áratugina. Hér er nóg af húsnæði, nóg af mat og nóg af hugmyndaríku fólki sem vill vinna að sínum góðu hugmyndum.

Hið sorglega er það að við höfum verið fest í ánauð vegna þess að nokkrir aðilar skuldsettu fyrirtæki sín til helvítis og skuldirnar hafa verið færðar á okkur. Kerfið er vandinn. Við þurfum að hugsa út fyrir kerfið. En við getum það ekki nema við virkilega þorum. Vegna þess að þetta kerfi er varið af lánadrottni okkar IMF. Afleiðingarnar sem fylgja því að hlýða þeim ekki geta verið alvarlegar. Vonin er þá kannski sú að fleiri þjóðir fari að sjá í gegnum þetta. Það er vonandi. Vegna þess að það gengur ekki til lengdar að sífellt fleiri þjóðir verði festar í skulda ánauð. 

Ef ekkert breytist nema það að VG og Samfylking koma í stjórn þýðir það eitt: Við höfum misst sjálfstæði okkar og höfum lítið annað að gera en að borga milljarða skuldirnar næstu áratugina. Kannski náum við aldrei að borga þær. Niðurksurður og einkavæðing er afleiðingin. hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við höfum misst valdið til þess að hafa áhrif á samfélag okkar. 

Ef við þorum, getum við hins vegar neitað því að þetta séu okkar skuldir. Sleppt því að borga skuldir annarra manna sem er í rauninni alveg bjánalegt ef út í það er farið. Þá getum við í fyrsta skipti fullyrt að við séum ennþá sjálfstæð þjóð og byggt hér upp samfélag upp frá grunni. Það geta vonandi fleiri þjóðir einnig gert. Blahhh...

Jón Bjarki (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband