14.2.2009 | 16:02
Óþolandi fyrirkomulag
Það er gjörsamlega óþolandi að geta ekki kosið um stefnu sem verður fylgt eftir kosningar. Við kjósendur erum höfð að fíflum hér endalaust og talin trú um að hér sé virkt lýðræði.Þegar flokkur boðar stefnu sína í aðdraganda kosninga og ætlast til að kjósendur taki afstöðu er alveg orðið tímabært að þessir hinir sömu flokkar láti svo lítið að segja kjósendum með hverjum þeir hyggist starfa eftir kosningar. Við getum ekki lengur búi við það fyrirkomulag að allir gangi óbundnir til kosninga og allt sé opið um stjórnarmyndun að þeim loknum. Ef stjórnmálamenn geta náð saman um stefnumál við myndun ríkistjórnar ætti þeim ekki að verða skotaskuld að ganga til kosninga með ákveðna stefnu varðandi ríkistjórnarsamstarf og gera þannig sáttmála fyrir kosningar sem við gætum einfaldlega kosið um. Sá flokkur sem ég kýs hefur ekki mitt umboð til að mynda ríkistjórn með hverjum sem er. Ef ég veit ekki hvernig samstarfi verður háttað að kosningum lokknum mun ég skila auðu og hvetja aðra til hinns sama. Látum ekki lengur blekkjast af því fáránlega sjónarmiði íslenskra stjórnmálaflokka að hægt sé að ganga óbundnir til kosninga. Ég geri kröfu um hið gagnstæða. Við eigum að vísu örlittla von kæru landar. Flykkjum okkur um nýtt afl og stefnum að framboði. Ég mun beita mér fyrir framboði um nýja stjórnarskrá og endurskipulagningar íslenskrar stjórnskipunnar. Mætum á fundi hjá Lýðveldisbyltingunni og tökum þátt í starfinu. Vinnan er hafin.
lydveldisbyltingin.is
Lifi lýðveldisbyltingin.
Ekki verið samið um framhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott mál.
Vilborg Traustadóttir, 14.2.2009 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.