18.6.2009 | 23:09
Sykurbindindi.
Förum öll í sykurbindindi. Hættum að kaupa vörur sem skattlagðar eru á þennan hátt. Best væri að hætta að ferðast og far þess í stað á Austurvöll og halda þar útihátíð í allt sumar. Tjalda og lifa spart. Syngja og berja bumbur á daginn. Ganga svo inn í þinghúsið í haust og moka út fjórflokknum. Hefja nýja baráttu með Borgarahreyfingunni. Notum sumarið til að vinna að mótun þess afls sem tekur við stjórn landsinns innan fárra mánuða. Það verður bylting í haust. Það verður alvöru bylting þá. Þá verður ekki þörf fyrir búsáhöldin. Þá verður þörf fyrir beltagröfur.
![]() |
Skattur á kex og gos í 24,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.