Í fjötra fátæktar.

Þeir sem ég hef rætt við í haust og vetur hafa margir ekki viljað horfast í augu við þá stöðu sem þjóðfélagið er komið í. Það rennur þó upp fyrir æ fleirum hvert stefnt er. Hækkanir á læknisþjónustu og samdráttur á því svið blasa nú við. Skattahækanir munu skella á okkur í mörgum myndum og eru þegar farnar að hafa áhrif. Raforkuverð hækkar nú um ármót vegna hækkanna á dreifingarkostnaði. Og þetta er aðeins byrjunin. Með vaxandi atvinnuleysi fjölgar mjög þeim sem ekki geta staðið undir rekstri heimilisins vegna lánaokurvaxta í formi brjálæðislegrar verðtryggingar sem reiknaðir eru af einhverjum hjarðdýrum sem þora ekki að segja hversu fáránlega útreikninga er stuðst við þegar vísitalan er reiknuð. Sá útreikningur þyrfti að lýta dagsins ljós og það verður að  fá einhverja sæmilega vitiborna stærðfræðinga og hagfræðinga til að fara yfir þær aðferðir sem viðhafðar eru. Við getum þetta ekki lengur. En því miður versnar þetta enn og á eftir að versna mikið á árinu 2009 Horfumst bara í augu við það. við erum að lenda í fjötrum fátæktar. Þökkum nýfrjálshyggjunni það.

Plan B er að forða sér.


mbl.is Vill láta fresta hækkun á raforkuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þó hygg ég að frjálshyggja sé eina útgönguleiðin! Að sjálfsögðu MEÐ eftirlitinu sem enginn hugsaði um að framfylgja!!!!!

Nýtt fólk í brúna takk.

Jón Baldvin Hannibalsson takk!!!

Vilborg Traustadóttir, 2.1.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Maður er nú þegar farin að finna fyrir óöryggi, engin yfirvinna lengur hjá mér, það munar um það, ég veit svo sem ekki alveg hvernig manni á að takast að kljúfa þetta - en ég er sammála því að við erum að fara áratugi aftur í tímann og verðum að sætta okkur við það. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, það er búið að reyna að mótmæla í ýmsum myndum ! Það toppaði það nú alveg þegar stjórnarliðar sögðu í kryddsíldinni að það væri ekki þverskurður af þjóðinni sem væri að mótmæla. Í hvaða veröld lifir þetta fólk ?

Svo er spurning ef við fáum nýja ríksstjórn hvernig málin þróast - en auðvitað eigum við rétt á að kjósa og vonast eftir einhverju betra en þessu rugli 

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.1.2009 kl. 14:48

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

plan B er í burðarliðnum.. þreifingar eru hafnar.. ákvörðun tekin innan skamms.

Óskar Þorkelsson, 3.1.2009 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband