Færsluflokkur: Bloggar

Óttaslegnir Sjálfstæðismenn.

Eins og sést á þessari grein í vísi. .....þá mega forkólfar Sjálfstæðisflokksinns ekki vatni halda af óstjórnlegum ótta við að venjulegir borgarar þessa lands fari nú að endurskoða það regluverk sem kallast stjórnarskrá. Í skjóli þessarar ófullkomnu stjórnarskrár sem byggð er á þeirri Dönsku frá því fyrir u.þ.b. hundrað árum hafa þeir geta makað krókinn og hreiðrað um sig við kjötkatlana. Það er ljóst að í þeirra herbúðum er uppi ótti og skelfing við þá málsmeðferð sem þingið leggur til að farin verði. Sjálfstæðismönnum sem kalla sig málsvara lýðræðis og frelsis, vex í augum kosntnaður  við fyrirhugað Stjórnlagaþing ..........Sigurður Kári , stuttbuxnadrengur  úr Morfís heldur að hann sé kosin á þing til að keppa í ræðumennsku og er greinilega mjög ánægður með eigin frammistöðu........... Hann er einn um það.................. En Sigurður þessi telur það vera ævintýramensku að efna til þjóðfundar sem hér er lagt til að farin verði .  Þessi drengur veit líklega ekki að á Íslandi varð bankahrun í haust. Fjármálakerfi landsinns hrundi og ekki eru öll kurl komin til grafar í því máli öllu ennþá.Þetta hrun átti sér stað í skjóli Þess fyrirkomulags sem við búum við í íslenskri stjórnsýslu. Eitt af því mikilvægasta fyrir þessa þjóð og framtíð hennar er ekki að passa að Sigurður Kári geti haldið áfram að æfa sig í ræðumennsku, heldur að búa þegnum þessa lands viðunandi þjóðfélag sem hefur í heiðri grundvallar reglur mannlegra samskipta.Við getum ekki látið það líðast að þingmenn sem hafa verið kosnir til starfafyrir okkur  geri það að helsta baráttumáli sínu að leggja stein í götu lýðræðislegra umbóta. Ef þær umbætur og umbótavinna kostar eithvað, þá á það ekki að koma í veg fyrir að við reynum að endurreisa þetta land á nýjum grunni með manneskjuleg gildi að leiðarljósi.Ég hef ennþá þá trú að hér á landi leynist heiðarlegt og vel meinandi fólk sem vill vinna þjóð sinni vel án þess að þiggja ofurlaun fyri.  Birgi Ármannssyni virðist líka vaxa í augum kostnaður við lýðræðið eins og sjá má á þessari frétt..

Vísir, 17. mar. 2009 13:48

Karpað um kostnað við stjórnlagaþing

mynd

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokks vakti athygli á fyrirhuguðum kostnaði við boðað stjórnlagaþing í liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Eins og greint var frá í gær telur fjármálaráðuneytið að stjórnlagaþing muni kosta frá 1,1 milljarði króna og allt að 2,2 milljörðum.

Birgir vildi vita hvort afstaða Samfylkingarinnar í málinu hefði verið önnur ef fyrir hefði legið hve mikill kostnaðurinn yrði áður en flokkurinn samþykkti hugmyndina. Einnig var hann spurður hvort Samfylkingunni þætti kostnaðurinn ásættanlegur. Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður sagði að því yrði að halda til haga að málið er til meðferðar í stjórnarskrárnefnd sem á enn eftir að afgreiða málið. Kostnaður við stjórnlagaþingið mun hinsvegar, að sögn Lúðvíks, helgast af því hvernig næsta þing muni útfæra málið.

Valgerður Sverrisdóttir sagði að sér kæmi ekki á óvart að sjálfstæðismenn skyldu taka málið upp í kjölfar kostnaðarmats fjármálaráðuneytis. Hún sagðist hafa merkt glampa í augum þingmanna sjálfstæðisflokksins þegar málið var kynnt í gær. Augljóst væri að þeir hafi litið á tölurnar sem gott vopn í baráttunni gegn hugmyndinni um stjórnlag


Góðan bata.

Ég óska Ingibjörgu Sólrúnu góðs bata og að hún megi ná fullri heilsu á ný. Um hennar stjórnmálaferil verður fjallað síðar og sagan mun leiða í ljós árangur hennar sem stjórnmálamanns.
mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaþing nauðsinlegt.

Ég eins og margir aðrir teljum það eina meginforsendu þess að þetta land  verði endurreist í sátt við þjóðarsálina sé að kosið verði til Stjórnlagaþings eins fljótt og mögulegt er. Ef fólkið í landinu fær ekki þá tilfinningu að það hafi eitthvað að segja um framtíðina verður margfallt erfiðara að standa að uppbyggingunni. Við verðum að fá að taka þátt. Semjum nýja stjórnarskrá og leyfum venjulegum borgurum þessa lands að taka þátt í því. Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum. Byggjum á heiðarleika, réttsýni, trausti, nægjusemi, virðingu, kærleika og manngildi. Látum okkur græðgina og firringuna að kenningu verða. Aldrei aftur óheft nýfrjálshyggja.
mbl.is Stjórnlagaþing kosið í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vinna sinni þjóð

Birgir Ármannsson telu greinilega að alli Íslendingar séu eins og hann. Þar fer hann villur vega. Sem betur fer er enn til fólk sem er tilbúið að vinna þjóð sinni gang án þess að fá ofurlaun og sporslur fyrir. Ég held að best færi á því að laun þeirra sem kosnir verða á stjórnlagaþing verði ekki sambærileg við laun alþingismanna, heldur verði tekið mið af lágmarkslaunum verkafólks og eða atvinnuleysisbótum. Ég nefnilega þekki svo marga sem vilja vinna þjóð sinni vel án þess að fá það greitt eftir einhverri frjálshyuggju ofurlaunastefnu.

Lýðræðisverðir???

Er Birgit Ármannsson nú farin að láta kostnað fara fyrir brjóstið á sér????? Kostnað við að búa til lýðræðisríki. ég hlakka til að taka þátt í mótun nýrrar stjórnarskrár.
mbl.is Stjórnlagaþing fyrir 1,5 milljarða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvita nýja stjórnarskrá

Ef við gerum ekki núna nýja stjórnarskrá þá veit ég ekki hvenær . En auðvita vilja flokksræðiseinkahagsmunapotararnir ekki hrófla við því umhverfi þar sem þeir hafa makað krókin síðustu misserin. Ég hvet til þess að ekki verið hætt við þetta brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar sem framundan er. Stjórnlagaþing og ekkert röfl.
mbl.is Telur stjórnlagaþing kosta meira en milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt

Já já það er líklega rétt hjá Sigurði Kára  að þett gæti lagt þetta fyrirmyndar fjármálakerfi okkar  í rúst.

En þar sem það er nú þegar í rúst er ekki víst að það skipti máli. Að leggja rústir í rúst er sennilega ekki það versta. Sigurður Kári er greinilega ekki búsettur á Íslandi. Veit ekki hvað hefur gengið á hér síðan í haust.

 


mbl.is Gæti kollvarpað fjármálalífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir er sekur

Ef marka má orð Davíðs Oddssonar í kastljósi kvöldsinns þá er Geir H Haarde sekur um að sinna ekki varnaðarorðum Seðlabankanns í u.þ.b. heilt ár fyrir hrunið.. Þetta er harkaleg ásökun frá Davíð. Hafi Geir ekki sinnt þessu verður að líta það mjög alvarlegum augum. Forsætisráðherra Íslands sinnir ekki þeirri skyldu sinni að bregðast við og heilt þjóðfélag liggur í rústum. Hér er ásökun sem verður að taka alvarlega og bregðast við af hörku. Hafi Geir Hilmar Harde gerst sekur um annað eins og þett er ekki um annað að ræða en bregðast við  með viðeigandi ráðstöfunum. Sé um sekt að ræða er Geir ekki í góðum málum. Sé hann saklaus er Davíð í enn verri málum.................... Annars er þetta mjög sorglegt og þyngra en tárum taki................. Að sjá þennan fyrrum mikkla leiðtoga í þessu ásigkomulagi........... Já sorglegt............. Guð veri með Davíð.


mbl.is SÍ varaði í febrúar við hruni í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra

Húrra fyrir Seðlabankastjórunum. Nú koma þeir með sprengjurnar. Fyrst Eiríkur og svo Davíð í kastljósinu  kvöld. Bíðiði bara. Nú fer að færast fjör í leikin. Davíð mun láta eithvað í ljós sem þó verður svo torráðið og í véfrétta stíl að við verðum engu nær. Þvílík vitleysa .Landið er heillum horfið.
mbl.is Furðar sig á vinnubrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

öskuldur

Halló Framsókn. Eruð þið að fremja sjálfsmorð??????? það ætlar ekki að leika við Framsóknarflokkin lánið frekar en fyrri daginn. Nú kúka þeir á sig enn og aftur, og var nú nóg fyrir. Kveikjum bál og femjum hávaða . svona vitleysa gengur ekki. Landið er stjórnlaust.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband