Stjórnlagaþing nauðsinlegt.

Ég eins og margir aðrir teljum það eina meginforsendu þess að þetta land  verði endurreist í sátt við þjóðarsálina sé að kosið verði til Stjórnlagaþings eins fljótt og mögulegt er. Ef fólkið í landinu fær ekki þá tilfinningu að það hafi eitthvað að segja um framtíðina verður margfallt erfiðara að standa að uppbyggingunni. Við verðum að fá að taka þátt. Semjum nýja stjórnarskrá og leyfum venjulegum borgurum þessa lands að taka þátt í því. Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum. Byggjum á heiðarleika, réttsýni, trausti, nægjusemi, virðingu, kærleika og manngildi. Látum okkur græðgina og firringuna að kenningu verða. Aldrei aftur óheft nýfrjálshyggja.
mbl.is Stjórnlagaþing kosið í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já það verður að koma skikki á þessi mál. Allir tala um úrelta Stjórnarskrá en svo þegar á að taka á því kveður við annan tón. Auðvitað kostar allt peninga. Ekki síst eftir slíka kollsteypu sem við urðum fyrir....af mannavöldum!!!

Vilborg Traustadóttir, 8.3.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband