Færsluflokkur: Bloggar

Gjaldþrota land

Það liggur í augum uppi að mikil óvissa ríkir um framtíð íslensku bankanna. Það littla sem hvissast hefur út um stöðu þeirra gefur ekki von um farsæl endalok eða enduruppbyggingu fjálmálakerfisinns. Þessir 2000miljarðar sem við skuldum gætu hæglega verið 4000miljarðar  eða enn hærri tala þegar í ljós kemur að eignir gömlu bankanna eru að verða að engu. Ég sagði hér í haust fyrstu dagana eftir neyðarlögin  að við stæðum frammi fyrir hlutum sem ættu eftir að svipta okkur sjálfstæðinu. Það er þegar komið í ljós hvað fjármálakerfið varðar. Hért duga engin vettlingatök. Þeir kostir sem í boði eru verða æ vandfundnari eftir því sem við sökkvum dýpra í fenið.
mbl.is Ásmundur bankastjóri um tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó Davíð enn.

Að stjórn Seðlabankanns víki er að sjálfsögðu eðlileg krafa og hefði átt að liggja beint við í kjölfar hrunsinns. Sú ábyrgð  sem þeir báru var gríðarleg og það verða ekki góð eftirmæli sem þessir bannkastjórar hljóta né stjórn Seðlabankanns í heild. Að hreinsa til þarna er jú eitt af mörgu sem þarf að gera, en við skulum ekki gleyma sjálfum höfuðpaurum svikamillunnar. Þessum svokölluðu útrásarvíkingum. Sem voru jú ekkert annað en útrásarræningjar .. Byggjum á nýjum grunni. Byggjum nýtt lýðveldi. Ég treysti ekki gömlu valdablokkunum.

Lifi Lýðveldisbyltingin


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Javool.

Ég efast ekki um ágæti Bjarna Ben. Ég held að þar fari drengur góður án þess að ég þekki hann neitt. Hitt er þó sönnu nær að ekki dugar lengur að flikka uppá ímynd eða foristu flokka  til að öðlast trúverðugleika á ný. Tími gömlu valdablokkanna er liðinn og ekki má undir nokkrum kringumstæðum sofna á verðinum og halda að allt lagist við það eitt að skipta um forustu í stjórnmálaflokkunum. Nú þarf þjóðin að standa saman og byggja upp lýðveldi sem hefur það að markmiði að stjórnkerfið verði hafið yfir einkahagsmunapot og ráðherraræði. Nýtt lýðveldi byggt á nýrri stjórnarskrá og gagngerum breytingum alþingis.

Lifi lýðveldisbyltingin.


mbl.is Bjarni staðfestir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðjöfrar stöðva Kompás

mynd
Robert Tchenguiz
Stöð 2 Hættir með Kompás segir fréttamönnum sínum upp og ræður Sveppa og Audda til að upplýsa þjóðina um braskið feluleikinn og svínaríið. Eða hvað?

Kastljós Ríkissjónvarpsins ræddi í gærkvöld við Kristinn Hrafnsson fyrrverandi fréttamann úr Kompás. Þar sagði Kristinn frá lánveitingum Kaupþings til viðskiptajöfursins Robert Tchenguiz. Í umfjöllun Kastljóssins var sagt frá því að þáttur Kompás um þetta mál hefði verið fullunninn og tilbúinn til birtingar þegar öllum starfsmönnum Kompás hafi verið sagt upp og þátturinn tekinn af dagskrá. Þeirri spurningu var varpað fram að þátturinn hefði verið lagður niður til að koma í veg fyrir birtingu fréttarinnar.

Óskar Hrafn Þorvaldsson fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis segir það alrangt enda hafi fréttastofa Stöðvar 2 sagt frá lánveitingunum sama dag og Kompás var lagður niður.

Í umræddri frétt sem birtist í kvöldfréttum fimmtudagskvöldið 22.janúar kemur að mestu leyti allt fram sem Kastljósið sagði frá í gærkvöld. Í fréttinni er talað um tugi milljarða en Kristinn Hrafnsson sagði töluna vera nær 300 milljörðum í Kastljósinu.

Óskar Hrafn segir að fréttaskýringaþátturinn Kompás hafi verið lagður niður vegna þess að Stöð 2 hafði ekki bolmagn til að standa undir tugmilljóna rekstri þáttarins á þeim erfiðu tímum sem íslenskir fjölmiðlar lifa í nú um stundir. Hann segir lánveitingar Kaupþings til Roberts Tchenguiz ekkert hafa með þá ákvörðun að gera.


Stopp stopp.

Nú verða framsóknarmenn að standa við stóru orðin og verja nýja stjórn Samfylkingar og VG falli fram á vor. Ef þeir klúðra því er algjörlega klárt að við munum muna  hvernig þeir hafa dregið þessar stjórnarmyndunarviðræður á asnaeyrunum síðustu daga. Sú yfirlýsing þeirra að verja þessa flokka falli hefur væntanlega verið fljótfærnisleg og illa ígrunduð og nú er framsóknarflokkurinn komin í sjálfheldu sem hann nær sér ekki útúr. Betra hefði verið fyrir framsókn að spara yfirlýsingarnar og vinna heimavinnuna sína áður en þeir steyptu þjóðfélaginu útí stjórnarkreppu á örlagatímum. Ekki var á bætandi.
mbl.is Ósætti um aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn í lykilhlutverki.

Enn og aftur er Framsóknarflokkurinn í lykilhlutverki við myndun ríkistjórnar. Hlutverk Framsóknar virðist ávalt það sama. Vera littli flokkurinn með mikklu völdin. Án þeirra verður þessi ríkistjórn ekki mynduð. En hvað um það, við lýðveldisbyltingarsinnar verðum að brýna vopnin og koma saman lista fyrir kosningar. Án þess verða engar breytingar á Íslandi. Lifi Lýðveldisbyltingin
mbl.is Ný ríkisstjórn eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónýt króna

Íslenska krónan er ónýt og ekki hægt að nota lengur. Auðvita verður að gera eithvað í því snarlega. Hvort heldur við tökum upp evru eða annan gjaldmilið. Það er ekki hægt að bíða eftir aðild að evrópusambandinu með það.
mbl.is Hugnast norska krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatur og hefnigirni

Já ; svo mörg voru þau orð Geirs H Harde.Það liggur beint við og hefði átt að vera búið fyrir löngu að skipta út stjórnendum allra þeirra stofnanna og ráðuneyta sem áttu að standa vörð um efnahagskerfið. Það var ekki gert og því fór sem fór. Ríkistjórninni  hefði á fyrstu vikum hrunsinns verið í lófa lagið að hreinsa til og láta menn sæta ábyrgð. Greina þjóðinni frá stöðu mála eins og hún var á þeim tíma án undanbragða. Með því að gera þetta  opinskátt og án þess að hlífa nokkrum eða draga neitt undan hefðum við að sjálfsögðu staðið heilshugar að baki þeirri vinnu sem þurfti og þarf enn að gera. Fráfarandi ríkistjórn bar ekki gæfu til að ganga vasklega fram í þeim efnum og misti fljótlega trúnað og traust þjóðarinnar. Ný ríkistjórn verður að bretta upp ermar og sýna að hún hafi eithvað meira að bjóða en aðgerðarleysi og undanslátt. Af nógu er að taka og ekki eftir neinu að bíða. Ég bíð spentur.
mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðveldisbyltingin

Ég vona að þetta útspil framsóknar dragi ekki móðinn úr okkur lýðveldisbyltingarsinnum. Það er nauðsinlegt að knýja þetta mál áfram og að ný stjórnarskrá lýti dagsinns ljós svo fljótt sem auðið er. Lýðveldisbyltingin verður að bjóða fram til að standa vörð um þær breytingar sem þarf að gera. Nýtt lýðveldi. Nýr þjóðsöngur.  Klárum málið.  Austurvöllur heiti hér eftir  Lýðveldistorg. Lifi byltingin.
mbl.is Kosið í vor og í haust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný hvað????

 Ný ríkistjórn tekur við og hvað svo???? Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn heldur áfram að gefa fyrirmæli sín án tillits til hverjir sitja í ráðherraembættum. Þetta breytir sáralittlu um framtíð þjóðarinnar. Það eina sem dugar er bylting. Sameinumst um Lýðveldisbyltinguna og hættum að hlusta á þvaðrið og blaðrið í þessum flokkseigendaklíkum. Lifi byltingin.
mbl.is Næstu skref í stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband