Færsluflokkur: Bloggar

Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn ræður þessu

Gjaldeyrissjóðurinn ræður þessu eins og öllu öðru í okkar efnahagslífi næstu árin. Sættum okkur bara við það, eða forðum okkur.
mbl.is Vilhjálmur: Óskiljanleg ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan farin á taugum.

Er okkar ágæta lögregla farin á taugum.  Vonandi fá þeir eithvað róandi fyrir svefnin..

Lifi lýðveldisbyltingin.


mbl.is Sex voru handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð enn

Davíð Oddson. Hann verður síðasta vígið sem fellur og ekki átakalaust.Hann var einn af lykilmönnum á fjármálavaktinni og situr enn án þess að við honum sé  hróflað þrátt fyrir hrun þjóðfélagsinns. Seðlabankinn er gjaldþrota og svo er um þjóðina alla. Vík burt Davíð ásamt hirð þinni allri. Tak bikar þinn og gakk.
mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifi Lýðræðið

Við íslendingar eigum engan annan kost en að einhenda okkur í lýðveldisbyltingu svo um munar. Það er okkar eina von að byggja þetta land upp frá grunni og setja okkur alveg ný viðmið og umgjörð um stjórnskipan landsinns. Lifi Lýðveldisbyltingin.
mbl.is Uppfært í Ísland 2.0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðar.

Ég legg áherslu á að hin nýja ríkistjórn haldi sig við reglugerð Einars K um að hefja hvalveiðar. Við erum veiðimannasamfélag og landið okkar byggðist vegna nálægðar við fengsæl fiskimið og gjöfult sjáfarfang. Þar hafa hvalveiðar átt sinn sess. Látum nú af þessari þvælu um álit annara eða orðstýr þjóðar. Gerum það sem við erum góð í og lifum af því. Við erum greinilega ekki góð í að reka banka. En við erum góðir veiðimenn og verðum að standa vörð um þann rétt okkar að lifa af gæðum lands og sjávar. Verndum landið okkar og nýtum gæði þess með sjálfbærum hætti.
mbl.is Fundað um stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifi byltingin.

Áfram með lýðveldisbyltinguna. látum það berast. Ný stjórnarskrá. Ný stjórnsýsla. Nýtt lýðveldi. Bang bang bommm. Látum potta glymja og lúðra hvæsa. Áfram gakk. ein tveir þrír.

Ný hvað?

 ..........Sama fólkið í nýjum hlutverkum............. Næsti þáttur sýningarinnar að hefjast............................ Í vor verðum við að kjósa um endurreisn og lýðræði................ Kjósa gegn floksræði og spillingum. Kjósum fólkið á Íslandi.............. Kjosum velferð okkar og komandi kynslóða. .................Látum ekki blindast af endurteknum, marklausum, kosningaloforðum flokksræðisinns............ Við eigum leik..........
mbl.is Boðuð á fund forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram .Áfram; forðum okkur háska frá....

Mikilvægt er að við látum ekki staðar numið hér og hættum að þjappa okkur saman um þær umbætur sem verða að eiga sér stað. Ísland er í tætlum. Fólki hefur verið misboðið á svívirðilegan hátt síðustu misseri. Sú stjórn sem nú teku við er einungis starfstjórn um brýn mál og ber að horfa á hana sem slíka. Það sem við blasir er hinnsvegar að byggja upp  þjóð sem orðið hefur fyrir áfalli sem á sér fáar hliðstæður. Öll okkar gildi og verðmætamat hafa verið lögð í rúst. Upp úr þeim rústum skulum við rísa með þá sannfæringu að vopni að uppbyggingin sé gerð á forsendum fólksinns í landinu, en ekki flokksræðis og auvalds. Sú uppbygging er í okkar höndum. Þá uppbyggingu og endurreisn skulum við vanda. Stöndum vörð um það.

Lifi Lýðveldisbiltingin.


Yfirlýsing frá Öskra.

 Set þetta hér inn vegna þess að það er allrar athyggli vert að skoða hvernig unga fólkið okkar hefur sofnað á verðinum síðustu ár. Nýstofnuð samtök byltingarsinnaðra stútenta Öskra er eitt dæmi ánægjulegrar undantekningar. Lifi háskólapólitíkin.
 
 
 
ÖSKRA! YFIRLÝSING TVÖ
Stúdentar sofa á gröf nýfrjálshyggjunnar
Það er allt í volli. Fólk missir vinnuna, fer á hausinn, safnar skuldum. Auðmennirnir komnir í eilíft sólbað í Bermúdaþríhyrningnum og við náum aldrei aldrei til þeirra. Hegðun þingmanna og ráðherra hefur einkennst af sjúklegri veruleikafirringu. Í táknrænasta embætti lýðveldisins situr maður sem sleikt hefur rassinn á hverjum einasta auðmanni landsins og einum katörskum emír. Og þó er von; fólkið er að taka við sér. Eitthvað snappaði, loksins. Mótmælin við Alþingishúsið 20. janúar þættu varla tíðindi í löndum með raunverulega lýðræðishefð en þau gáfu mörgu íslensku hjarta von um betri tíma þar sem maðurinn kallar ráðamenn til ábyrgðar með því að taka sjálfur ábyrgð á eigin þegnrétti: það er ákvörðun að vera hluti af samfélagi, ekki meðfæddur eiginleiki.

hvar eru stúdentar? Einhvern tímann einhvers staðar hefði þótt sjálfsagt að háskólastúdentar marseruðu í broddi fylkingar í kröfunni um samfélagsbreytingar. Ekki á Íslandi 2009. Háskólakennarar hafa látið duglega í sér heyra en frá stúdentum – þarna unga og ferska fólkinu, þessu sem á að erfa landið – heyrist ekki múkk. Ekki frá Stúdentaráði Háskóla Íslands (eða misstum við af klausunni á fjórðu síðu Fréttablaðsins, „Stúdentaráð harmar efnahagshrunið“?) og ekki frá hreyfingunum tveimur sem standa vaktina í glímunni endalausu um fyrrnefnt ráð.

Í tilfelli Vöku skyldi reyndar engan undra, enda sérstakt baráttumál þeirrar hreyfingar að stúdentar séu ekki að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við. Einhverjum gæti þótt titillinn Vaka – félag lýðræðissinnaðra stúdenta kaldhæðnislegur í því ljósi en hann passar raunar ágætlega við þann skilning sem hefur borið mjög á síðustu daga, að lýðræði þýði fyrst og fremst að þurfa bara að hugsa á fjögurra ára fresti og annað sé eiginlega dónaskapur gagnvart ráðamönnum.

Enn ömurlegra er að fylgjast með framgöngu, eða öllu heldur algjöru framgönguleysi, hreyfingarinnar sem fer með völdin í Stúdentaráði og gefur sig út fyrir að vera hinn róttæki og rammpólitíski andstæðingur Vöku. Eða eins og segir á heimasíðu Röskvu: „Stúdentaráð á að standa vörð um hagsmuni nemenda á öllum vígstöðvum, gagnvart einstaka kennurum, innan stjórnsýslu Háskólans, gagnvart stjórnvöldum og Alþingi, svo eitthvað sé nefnt. Undir stjórn Röskvu hefur Stúdentaráð einbeitt sér að því að auka vægi sitt í samfélaginu...“


Nú getur hver dæmt fyrir sig um vægi Stúdentaráðs í þessu mesta samfélagsumróti síðustu áratuga. Meðan eldar brunnu við Þjóðleikhúsið, gamlar konur börðu hækjum í ljósastaura og almenningur öskraði á stjórnvöld að hlusta á sig – þá stóð Röskva fyrir pöbbkvissi. Er þetta ekki grátbroslegt framferði vinstrisinnaðra háskólastúdenta meðan lýðurinn dansar á gröf nýfrjálshyggjunnar?

Þeir sem segjast pólitískir en hafa ekki nógu mikið bein í nefinu til að sameinast um eitthvað jafn lítið róttækt og að berja í potta fyrir utan Alþingishúsið hafa varla mikla burði í „alhliða hagsmunabaráttu“. Þá er heiðarlegra að gangast við eigin smæð og helga sig því að kýta við Vöku um ljósritunarvélar og samlokugrill.

ÖSKRA!
hreyfing byltingasinnaðra háskólanema
www.oskra.org / oskra@oskra.org

Áfangi

..................Byltingin sem hófst með handtökum uþb 30 einstaklinga við Alþingishúsið hinn 20. janúar árið 2009 er í fullum gangi......................... Fyrsta áfanga er náð. Margt er óunnið............ Nú fara í hönd tímar þar sem við mótum leikreglur þjóðfélagsinns með þátttöku allra sem geta og vilja leggja því brýna málefni lið........... Ný stjórnarskrá er eitt af því. ...........Aðskilnaður Dómsvalds, framkvæmdavalds og löggjafarvalds er lykill þeirrar stjórnarskrár........... Frjálsir fjölmiðlar sem fjórða valdið verða að vera virkir og án eignarhalds auðmanna sem stýra þeim að vild.  Pólitísk dagblöð verða að vera skilgreind sem slík. Höldum af stað. Við höfum verk að vinna..............................  Lifi Lýðveldisbyltingin. ................... Húrra...............................

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband