Færsluflokkur: Bloggar

Mótmæli enn

Þakka þeim sem gengu til liðs við lögregluna í nótt. Þar fór fólk að mínu skapi. Þar fór fólk sem þrátt fyrir að hafa að undanförnu sýnt borgaralega óhlíðni tók fram fyrir hendur ofbeldismanna. Borgaraleg óhlíðni er eitt, ofbeldi er annað. Mótmælin sem fram hafa farið að undanförnu hafa oftast verið friðsamleg og fólki til sóma. Mótmælendur hafa á stundum gengið yfir línu  sem venjulega er sjálfsagt að virða. Við þær óvenjulegu aðstæður í þjóðfélaginu sem nú ríkja höfum við sem stöndum í þessu veseni stundum gengið lengra en lögregla mælir fyrir um. Það hefur verið meðvitað og gert til að komast nær þingi og ráðherrum sem ekki hafa hlustað á friðsamleg mótmæli á Austurvelli 15 laugardaga í röð. Þar er um borgaralega óhlíðni að ræða og er víða beitt sem úrræði þegar ranglæti og hroki valdhafa keyrir um þverbak. Fólk sem þetta gerir er því oft handtekið fyrir að óhlíðnast fyrirmælum lögreglu eða sinna þeim ekki. Lögreglan verður að gegna þeirri skildu sinni. Við þesskonar aðstæður verður ástandið stundum mjög eldfimt og bæði lögreglumenn og mótmælendur gera hluti sem betur hefðu verið ógerðir. Ég lýsi mikilli ábyrgð á hendur stjórnvalda fyrir sinnuleyi gagnvart þjóð sinni og algjöru getuleysi og upplýsingaskorti. Þó ekki væri nema láta svo lítið að tala við fólki í landinu. greina frá hvað væri verið að gera hvert ætti að stefna eða hver sé staða okkar . En nei; þessir hrokagikkir og glæpamenn hafa svo mikið að fela að þeir geta ekki horft í augu okkar og talað af einlægni. Þeir tala máli lyginnar og hún er tungu þeirra svo töm orðin að satt orð ratar ekki yfir þeirra varir nema fyrir einskæra tilviljun og þá í ógáti. Ég lýsi ábygð á hendur ríkistjórn Íslands. Ríkistjórnin hefur svikið þjóð sína. Lifi byltingin.

Lögregluríki.

Er það hlutverk lögreglunnar að niðurlægja fólk sem hefur verið handtekið? Er það hlutverk lögreglunnar að hæðast að fólki sem hefur verið svipt frelsinu og hrúgað í bílakjallara Alþingis?Er það hlutverk lögreglu að láta það kúldrast ofaná hverju öðru með hendur fjötraðar fyrir aftan bak í 5-6 tíma????? Ef svo er þá ber ég ekki virðingu fyrir þeirri lögreglu. Þannig er það á Íslandi í dag. Margir þeirra sem vinna í lögreglunni virðast ekki skilja hllutverk sitt. Þeir telja það vera að hefna sín á þeim sem þeir hafa hneft í fjötra. Ég frábið mér slíka þjóna í vinnu hjá mér. Þeir sem vinna í lögreglunni af heilindum og eru sæmilega vel gert fólk verða að grípa inní og láta vita að það sætti sig ekki við ofbeldi og niðurlægingu gegn þeim sem hafa verið teknir höndum. Lögreglan má ekki nota vald sitt á þennan hátt. Það á ekki að líðast á Íslandi og verður ekki gert . Þetta friðsæla land er að lognast útaf og ég bið alla sem vetlingi geta valdið að líkna því í fjörbrotunum.

Á Austurvelli.

Ég skrapp niður á Austurvöll í dag. Þar sem ég stóð fyrir framan Alþingishúsið með mótmælaspjald, varð mér ljóst að þetta verður allt í lagi. Það er algjör samhljómur meðal flestra sem ég tala við. Við fólkið í landinu munum eiga síðasta orðið í þessari baráttu okkar við ægivald flokkræðis og einkahagsmuna. Ég fann á mér þegar ég leit yfir mannfjöldan að ekkert getur héðan af stöðvað breytingarnar. Við eignumst land þar sem ræningjarnir og málsvarar þeirra verða ekki hafðir með í ráðum. Hvort þeir munu áfram búa hér er undir því komið hvernig þeim tekst að sætta sig við að vinna venjulega launavinnu, því til áhrifa mega þeir ekki komast á ný. Þess verður að gæta. Mætum svo á Austurvöll á Þriðjudaginn kl 13.00 og látum í okkur heyra.

Skuldafjötrar.

Því miður er það svo að Ísland er gjaldþrota á flestum sviðum. Ekki eingöngu fjárhagslega, heldur bæði siðferðilega og félagslega. Við stöndum nánast ein og einangruð vegna hroka spillingar og valdníðslu fárra. Lýðveldið Ísland er hrunið. Horfumst í augu við þá staðreynd. Byggjum upp á algjörlega nýjum gildum, reglum, siðferði og stjórnarskrá.
mbl.is Telja að óreiðumenn stjórni bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskra

Barst þessi yfirlýsing í dag.

Áhugavert.


ÖSKRA

Yfirlýsing

Öskra er hreyfing byltingasinnaðra háskólanema sem neita að loka augunum fyrir misréttinu í þjóðfélaginu. Íslenskt samfélag byggist á óréttlátu valdakerfi þar sem kyn, stétt og þjóðerni ráða stöðu fólks og koma í veg fyrir raunverulegt jafnrétti. Slíkt ástand er óásættanlegt.

Við sniðgöngum hina hefðbundnu stúdentapólitík og beitum okkur af fullum krafti gegn því óréttlæti sem hefur fengið að ríkja í öllu samfélaginu. Það er ekki hægt að kaupa okkur með loforðum um hærri námslán, malbikuð bílastæði eða betri samlokugrill. Við krefjumst allsherjar breytinga

Hreyfingin Öskra er ekki starfsþjálfun fyrir stjórnmálamenn, við erum ekki pólitíkusar í framapoti heldur skríll sem krefst róttækra breytinga fyrir allt samfélagið og til að ná þeim árangri munum við ekki beita prúðum ályktunum heldur samfélagsþjónustu og beinum aðgerðum, innan og utan háskólans.

Við höfum enga trú á aðferðum stúdentaráðs, sem hefur um langt skeið samanstaðið af íhaldspungum og kratableyðum sem telja það ekki í sínum verkahring að hafa áhrif á þjóðfélagið með öðrum aðferðum en táknrænum gjörningum sem hafa hvorki pólitískan slagkraft né listrænt gildi.

Nú er tíminn fyrir beint lýðræði.
Nú er tími breytinga.

ÖSKRA
oskra@oskra.org
www.oskra.org

Undrandi

Þetta vekur mér furðu. Hvernig getur svo stór hópur borið traust til þeirra aðila sem húka í rústum banka og stjórnsýslu og fálma sig áfram í fylleríiskendu óráði???????? Ísland á sér ekki viðreisnar von ef þetta er viðhorfið. Trúi þessu ekki.
mbl.is Íslendingar svartsýnir um eigin fjármál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra Bakkafjörður

Gott að fara af stað með þetta. Vonandi höfum við þá einhverja stjórn á atburðarásinni. En hvað um það nú er um að gera að kaupa sér strax hús á Bakkafirði. Þeir sem þar búa eru í góðum málum.
mbl.is Olíuleit á Drekasvæðinu boðin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borga. borga.

Peningar skipta svo miklu máli í þessu þjóðfélagi að það er ávalt tekið fram yfir andlegt og líkamleg tjón sem öll þjóðin má nú þola vegna auðhyuggjudýrkunar valdhafanna. Gott er kanski að bæta stöð 2 þetta "tjón" sem þeir telja sig hafa orðið fyrir, en að sjálfsögðu verður að liggja fyrir óháð mat á tækjabúnaðinum og staðfest vitneskja um gæði hans fyrir þessa upptöku. Íslendingar góðir: Við eigum fáa kosti og engan góðan: Kanski hefur Njörður P álitlega leið fyrir okkur. Allavega er þetta í takt við vilja meirihluta þjóðarinnar sýnist mér.
mbl.is Bjóðast til að greiða skaða Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskólabíó

Gott að fá utanaðkomandi fólk til liðs við okkur,. Ekki veitir af. Horfurnar slæmar og ríkistjórnin á ráðalausu fylleríi meðan þjóðinni blæðir út.
mbl.is Fullur salur í Háskólabíó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Njörður P

Njörður P Njarðvík hefur talað. Hjartanlega sammála honum

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband