Hvalveiðar.

Ég legg áherslu á að hin nýja ríkistjórn haldi sig við reglugerð Einars K um að hefja hvalveiðar. Við erum veiðimannasamfélag og landið okkar byggðist vegna nálægðar við fengsæl fiskimið og gjöfult sjáfarfang. Þar hafa hvalveiðar átt sinn sess. Látum nú af þessari þvælu um álit annara eða orðstýr þjóðar. Gerum það sem við erum góð í og lifum af því. Við erum greinilega ekki góð í að reka banka. En við erum góðir veiðimenn og verðum að standa vörð um þann rétt okkar að lifa af gæðum lands og sjávar. Verndum landið okkar og nýtum gæði þess með sjálfbærum hætti.
mbl.is Fundað um stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er þú að skipta þér af þessu maður sem ekki étur fisk.

JR (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:25

2 identicon

Mér finnst rétt að það komi fram hérna að hvalur er ekki fiskur heldur spendýr.

Kjartan (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:29

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hvaða ríkisstjórn?

Ríkisstjórnina sem er að fara að breyta stjórnarskránni svo við getum kosið um að ganga í Evrópubandalagið.

Hvernig lítur það ágæta bandalag á hvalveiðar?

Nei stjórnlæagaþing er krafan og nýtt lýðveldi.

Lifi sú bylting!

Vilborg Traustadóttir, 28.1.2009 kl. 10:30

4 identicon

Íslendingar tapa meira af því að veiða hval heldur en ekki!

Haukur (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:32

5 Smámynd: corvus corax

Mér finnst hvalkjöt gott, er reyndar alinn upp við hvalkjötsát. Hvaða ósvífni er það að meina mér um að éta hvalkjöt ...það er brot á mannréttindum. Ég get ekki séð að hvalveiðar séu neitt verri í sjálfu sér en slátrun annarra dýra til manneldis. Þetta ofstæki í andstæðingum hvalveiða er eins og þegar "húsmæður í Vesturbænum" eru á móti rjúpnaveiðum af því að rjúpan er svo hvít og saklaus! Fífl!

corvus corax, 28.1.2009 kl. 11:02

6 Smámynd: Örn Arnarson

Ég tek undir með þér frændi og gaman að sjá að ég er sammála þér Júlíus.

Örn Arnarson, 28.1.2009 kl. 11:11

7 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sé að það er að takast hjá mörgum misvitrum stjórnmálamönnum að blása til sem mestra deilna:

Taka eignir af öllum auðmönnum (eða hvar á að draga strikið og hvað á að gera við t.d. starfsfólk 365???)

Með og á móti ESB (Ca. 50-50 þjóðarinnar sem getur rifist um það)

Með og á móti hvalveiðum (Eilífðarbitbein)

Hvað þá ef við bætum við umræðu um nýtt lýðveldi, forsetann okkar, Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn!

Íslendingar eru að mínu mati á hættulegri braut margs konar flokkadrátta og yfirlýstrar hópandstöðu hvert við annað.  Fólk er farið að verða stóryrt í garð hvers annars og smátt og smátt er vantraustið sem var fyrst til stjórnmálamannanna að dreifast út um alla kima samfélagsins.

Umræðan um hvalveiðar er að sjálfsögðu sett fram til að verja þá ákvörðun að við eigum ekki að leita til ESB með aðstoð og á ekkert skylt við hugsjónina um þessar veiðar, sem er rétt.  En Einar Guðfinnsson er að reyna að halda lífi í pólitík með þessu og ég lýsi frati á svoleiðis vinnubrögð!  Hann er nú þegar kominn með talsmenn hjá Verkalýðsfélagi Akraness, skiljanlega.  Og hann veit að VG og Samfylkingin eru á móti hvalveiðum og munu fella þetta úr gildi um leið og þeir fá til þess völd.  Og Einar getur farið hér um veiðimannasamfélögin í sínu kjördæmi og bent á þetta mál sem merki þess að honum sé best treystandi.  Enda verður hann að finna sér vinsældir hér í sínu kjördæmi, hann hefur ekki verið vinsæll undanfarna 18 mánuði!  Klókur karl, það má hann eiga!!!

En gaman að sjá bloggið þitt frændi, vonandi verðurðu bloggvinur minn!!!

Magnús Þór Jónsson, 28.1.2009 kl. 12:22

8 Smámynd: Magnús H Traustason

Hvalur er ekki fiskur en lifir í sjónum  og er því að sjálfsögðu sjáfarfang. Ég var að vakna og sé að vinnufélagar mínir hafa kommentað fyrstir manna. Takk kæru vinir mér er að battna og þá kem ég og ber ykkur boðskap byltingarinnar.

Lifi Lýðveldisbiltingin.

Magnús H Traustason, 28.1.2009 kl. 13:55

9 Smámynd: Magnús H Traustason

 Að sjálfsögðu Lýðveldisbyltingin

Magnús H Traustason, 28.1.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband